Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á Philips Café Gourmet kaffivélum.

24.01.2014

Fréttamynd

Philips hefur orðið vart við öryggisvandamál sem gæti haft áhrif á Philips Café Courmet kaffivélar sem framleiddar voru frá mars 2012 til júní 2013. 

Gallinn felst í því að í örfáum tilvikum er galli í einangrun sem getur valdið því að rafstuð kemur frá stálhandfangi vélarinnar. Vegna þessa hefur Philips ákveðið að innkalla þessar kaffivélar. Í tilkynningu frá Philips kemur fram að gallinn eigi ekki við um neina aðra Philips kaffivél.

Philips beinir þeim tilmælum til neytenda sem eiga ofangreinda kaffivél, Philips Café Courmet, með tegundarnúmerinu HD 5405 og framleiðsluviku með númeri frá 1212 upp í 1323, að hætta notkun hennar tafarlaust.

Ef að þetta á við um þína kaffivél ert þú vinsamlegast beðin um fara með kaffivélina þína í næstu verslun Heimilistækja til að fá henni skipt út fyrir nýja vél.

Upplýsingablað frá Philips vegna innköllunarinnar, á íslensku, má nálgast á eftirfarandi vefslóð: http://www.philips.com/e/coffee-recall/is/index.html 

Frekari upplýsingar vegna málsins er að fá hjá Heimilistækjum, í síma 569-1500.

 

TIL BAKA