Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

12.02.2014

Neytendastofa lagði 250.000 kr. stjórnvaldssekt á Lyfju með ákvörðun nr. 16/2013 fyrir að birta auglýsingar sem stofnunin hafði lagt bann við. Í auglýsingunum var kynntur kaupauki með Lancome vörum á tilteknu tímabili og tilgreint hvert verðmæti kaupans væri. Neytendastofa hafði áður bannað Lyfju að birta verðmæti kaupauka í auglýsingum sínum þegar kaupaukinn samanstendur af vörum sem hafa aldrei verið boðnar til sölu í umræddri magnstærð. 

Lyfja kærði sektarákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur staðfest hana. Í úrskurðinum segir að áfrýjunarnefndin fallist ekki á þá aðferð að áætla verðmæti kaupaukans með því að umreikna verð á sömu vöru í annarri magnstærð yfir á kaupaukann. Því sé staðfest sú ákvörðun Neytendastofu að auglýsingarnar séu villandi. Áfrýjunarnefndin staðfesti einnig fjárhæð sektarinnar.

Úrskurð í máli nr. 4/2013 má lesa í heild sinni hér. 

TIL BAKA