Fara yfir á efnisvæði

Snuddubönd

11.04.2014

Á undanförnum árum hefur framboð snuddubanda hér á landi aukist töluvert. Einhver hluti þeirra er búinn til í heimahúsum, ýmist saumuð úr efni, hekluð, prjónuð eða föndruð á annan hátt, t.d. með perlum. Mikilvægt er að snuddubönd þjóni þeim tilgangi sem þeim er ætlað og að þau séu örugg. Foreldrar hafa jafnan í nógu að snúast og vilja vera viss um að þeir hlutir sem þeir afhenda börnum sínum geti ekki valdið þeim skaða.

Áður en snuddubönd eru seld þarf að gæta vel að því að þau séu örugg og þau geti ekki valdið börnum hættu. Sem dæmi séu tekin mega böndin ekki vera of löng því þá er hætta á að börn geti vafið þeim utan um háls sér og séu á þeim áfestir hlutir þurfa þeir að vera nægjanlega vel festir svo ekki sé hætta á að þau hrökkvi ofan í háls barna og valdi köfnunarhættu.

Neytendastofa varar neytendur við að kaupa og nota snuddubönd sem ekki er vitað hvort framleidd hafi verið samkvæmt gildandi reglum eða viðeigandi stöðlum hvað varðar öryggi og sem ekki eru merkt með viðeigandi notkunar- og hreinlætis upplýsingum og með varúðarmerkingum. Nánar um kröfur varðandi snuddubönd má sjá hér.

Á Rapex, tilkynningarkerfi framkvæmdastjórn ESB, má finna tilkynningar um snuddubönd sem tekin hafa verið af markaði og/eða þau innkölluð frá neytendum þar sem þau uppfylla ekki kröfur staðla. 

Að lokum má einnig benda á grein sem finna má á systurstofnun Neytendastofa í Danmörku um aðgerðir vegna þeirra í tengslum við markaðssetningu ólöglegra snuddubanda.

http://www.sik.dk/Global/Publikationer/Artikler/OEvrige-artikler/2012/Suttekaeder-er-blevet-mere-sikre.

Nánari upplýsingar er unnt að fá hjá Neytendastofu.

TIL BAKA