Fara yfir á efnisvæði

Heitið Eignamat

04.06.2014

Neytendastofu barst kvörtun frá eiganda lénsins eignamat.is vegna notkunar fyrirtækisins Eignamats ehf. á heitinu. Kvartandi og Eignamat ehf. séu í samkeppni þar sem báðir aðilar fáist við mat á eignum. Kvartandi hafi átt og notað lénið frá árinu 2007 en Eignamat ehf. hafi verið skráð fyrirtæki frá árinu 2009.

Meginreglan er sú að eigandi auðkennis á einkarétt á því og mega aðrir þá ekki nota það eða annað auðkenni sem er svo líkt að hægt sé að ruglast á þeim. Við mat á þessu þarf m.a. að athuga hvort fyrirtækin séu í samkeppni. Til þess að njóta einkaréttar þarf auðkennið að geta aðgreint fyrirtækið eða vöru þess eða þjónustu frá keppinautum. Þess vegna má auðkennið ekki vera almennt orð eða lýsandi fyrir þá vöru eða þjónustu sem fyrirtækið býður.

Neytendastofa hefur því tekið ákvörðun um að heitið sé lýsandi fyrir þá þjónustu sem aðilarnir bjóða. Þó hætta sé á að neytendur ruglist á þeim er heitið það almennt og lýsandi að það felur ekki í sér nægileg sérkenni til að banna Eignamati ehf. notkun á heitinu. Eru því báðir aðilar taldir eiga rétt á notkun á sínu heiti.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA