Fara yfir á efnisvæði

Eftirlit Neytendastofu skilar árangri

11.06.2014

Í lok apríl sl. fór fulltrúi Neytendastofu á allar bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Könnuninni var svo fylgt eftir núna í lok maí með seinni heimsókn. Farið var á þær tíu bensínstöðvar sem stofnunin hafði gert athugasemdir við í fyrri ferð. Athugað var hvort verðmerkingar á vörum inni í verslun og á bensíndælu væru í samræmi við lög og reglur. Einnig voru tíu vörur teknar af handahófi og samræmið athugað á milli hillu- og kassaverðs.

Könnunin leiddi í ljós að allar tíu bensínstöðvarnar höfðu farið eftir fyrirmælum Neytendastofu og bætt verðmerkingar sínar.

Neytendastofa mun halda áfram verðmerkingareftirliti sínu og verkönnunum og gera athugun hjá fleiri verslunum. Neytendur geta komið ábendingum á framfæri á heimasíðu Neytendastofu http://www.neytendastofa.is/

TIL BAKA