Fara yfir á efnisvæði

Ósamræmi milli hillu- og kassaverðs

25.08.2014

Neytendastofa kannaði samræmi á hillu og kassaverði og verðmerkingar í matvöruverslunum, byggingavöruverslunum og bensínstöðvum á Akureyri. Í átta af 22 fyrirtækjum kom fram misræmi á milli hillu- og kassaverð. Mikilvægt er fyrir neytendur að fara vel yfir kassakvittanir.

Neytendastofa kannaði verðmerkingar hjá átta matvöruverslunum, þar var m.a athugað samræmi á milli hillu og kassaverðs. Þrjár verslanir voru með verðmerkingar í fullkomnu lagi en það voru 10-11 Kaupangi, Bónus Langholti og Hagkaup Furuvöllum. Hjá fimm matvöruverslunum voru verðmerkingar ekki í lagi. Hjá Samkaup Hrísalundi, Samkaup Strax Borgarbraut, Samkaup Strax Byggðarvegi, Nettó Glerártorgi og Bónus Kjarnagötu. Talsvert var af óverðmerktum vörum við kassa, sælgæti, batteríum, kveikjurum og rakvélum einnig voru standar með bókum og sælgæti sérstaklega illa verðmerktir. Einingarverð vantaði á ýmsar vörur og auk þess var eitthvað um ósamræmi á milli hillu og kassaverðs. Mestu munaði 18,4 % á verði þegar komið var með vöruna á kassa.

10 af 12 bensínstöðvar voru með allar verðmerkinga í lagi. Athugasemdir voru gerðar hjá Olís Tryggvabraut þar sem ósamræmi fannst milli hillu og kassaverðs og auk þess voru bækur, sælgæti, gos og kjötálegg óverðmerkt. Hjá N1 Hörgárbraut voru var eitthvað um að vörur væru vitlaust verðmerktar þegar komið var á kassa t.d handþurrkur, hreinsiefni og rafhlöður einnig vantaði verð á ýmsar vörur í versluninni. Það munaði hilluverð og kassaverðs, þar sem mest munaði var greitt 22,4% hærra verð á kassa.

Þá var farið í Byko og Húsasmiðjuna, athugað var samræmi milli hillu og kassaverðs auk verðmerkinga almennt. Gerð var athugasemd við Húsasmiðjuna þar sem ósamræmi fannst milli hillu og kassaverðs og einnig var sælgæti við kassa óverðmerkt. Ekki var gerð nein athugasemd við Byko Óðinsnesi þar sem allar verðmerkingar voru í góðu lagi.

Neytendastofa mun halda áfram átaki í eftirliti með verðmerkingum. Verður því farið í eftirlitsferðir í verslanir og til þjónustuaðila á ýmsum sviðum. Við hvetjum neytendur til að vera ávallt vel á verði og koma ábendingum til stofnunarinnar á slóðinni www.neytendastofa.is 

TIL BAKA