Fara yfir á efnisvæði

Bílaleigunni Öskju bönnuð notkun heitisins Askja

23.10.2014

Neytendastofa hefur bannað Bílaleigunni Öskju að nota heitið Askja. Stofnuninni barst kvörtun frá Bílaumboðinu Öskju þar sem það taldi Bílaleiguna Öskju brjóta gegn rétti sínum með notkun á sama heiti.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að Bílaumboðið Askja ætti betri rétt til heitisins. Það var mat stofnunarinnar að notkun Bílaleigunnar Öskju veitti neytendum villandi upplýsingar um eignarrétt þar sem líkur væru á að neytendur teldu fyrirtækin tvö vera tengd. Var Bílaleigunni Öskju því bönnuð notkun heitisins.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA