Fara yfir á efnisvæði

Fríhöfnin innkallar tvær gerðir af Loom böndum

28.10.2014

FréttamyndNeytendastofa vill vekja athygli á innköllun tveggja vara frá vörumerkinu Rainbow Loom sem seld voru í Fríhöfninni (Duty free versluninni). Um er að ræða tvær vörutegundir ,,Solid Bands Olive Greenʻʻ og ,,Solid Bands Mixʻʻ teygjur.

Fríhöfnin hefur nú þegar tekið vörurnar úr sölu hjá sér. Seld hafa verið 35 stk. af Solid Bands Mis og 1 stk. af Solid Band Olive Green. Vörurnar voru seldar á tímabilinu 9. september til 6. október 2014.

Ástæða innköllunarinnar er sú að það vantar CE merkingar á þessar tilteknu vörur. Með því að setja CE merkið á vöruna lýsir framleiðandi því þar með yfir á sína eigin ábyrgð að varan sé í samræmi við allar kröfur sem gerðar eru í lögum og reglugerðum og vöruna megi setja á markað. CE merkið er því staðfesting á því að framleiðandinn hafi gegnið úr skugga um að varan uppfylli og sé í samræmi við allar viðeigandi lagakröfur s.s. um öryggi, heilsu og umhverfi.

Neytendastofa vill hvetja neytendur að hafa augun opin og kaupa aðeins CE merkt Loom bönd.

Hægt er að hafa samband við Fríhöfnina til þess að fá vörurnar endurgreiddar.

Frétt Fríhafnarinnar má nálgast hér: http://www.dutyfree.is/frettir/tvaer-vorur-fra-rainbow-loom-innkalladar/115/ 
 

TIL BAKA