Fara yfir á efnisvæði

Lén og vörumerki Þyrluþjónustunnar

10.12.2014

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að grípa ekki til aðgerða vegna notkunar Þyrluþjónustunnar ehf. á lénunum helicopters.is, helicoptericeland.is og vörumerkinu HELO HELICOPTER SERVICE OF ICELAND.

Þyrlufyrirtækið Norðurflug ehf. kvartaði til Neytendastofu þar sem auðkenni fyrirtækjanna væru of lík og gætu valdið ruglingi.

Neytendastofa taldi orðin Helicopter, Service og Iceland öll almenn og skorta nægilegt sérkenni til þess að einn aðili geti notið einkaréttar á þeim. Þá væri orðasambandið „Helicopter Service of Iceland“ svo lýsandi fyrir þá þjónustu sem báðir aðilar veita að Norðurflug geti ekki átt einkarétt á því.

Taldi Neytendastofa að hið sama gilti um heitið helicopter bæði í eintölu- og fleirtölumynd. Heitið væri of almennt og lýsandi fyrir starfsemi aðilanna til þess að veita einkarétt til notkunar.

Að mati Neytendastofu var hvorki talin hætta á að notkun á lénunum né vörumerkinu gæti valdið ruglingi.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA