Fara yfir á efnisvæði

Húsasmiðjan sektuð

16.12.2014

Neytendastofa hefur lagt 700.000 kr. stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna vegna verðmerkinga. Um er að ræða sekt fyrir skort á verðmerkingum í verslunum félagsins í Reykjanesbæ og á Akranesi.

Neytendastofa gerði athugasemdir við verðmerkingar hjá Húsasmiðjunni eftir að fulltrúar í verðmerkingareftirliti fóru í eftirlit annars vegar á Akranesi og hins vegar í Reykjanesbæ. Kannað var hvort vörur væru verðmerkingar auk þess sem sérstaklega var skoðað hvort samræmi væri á milli verðs á hillu og á kassa á 25 vörum sem valdar voru af handahófi. Niðurstaðan var sú að verðmerkingarnar voru ófullnægjandi hjá verslunum Húsasmiðjunnar. Neytendastofa veitti Húsasmiðjunni frest til að lagfæra merkingarnar áður en þær yrðu kannaðar aftur. Þegar skoðuninni var fylgt eftir kom í ljós að ekki höfðu verið gerðar fullnægjandi lagfæringar á verðmerkingum sínum. Því hefur Neytendastofa nú lagt 700.000 kr. stjórnvaldssekt á fyrirtækið.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA