Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar sundlaugar

02.02.2015

Neytendastofa hefur Í kjölfar eftirlits með verðmerkingum í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu sektað Reykjavíkurborg vegna ástand verðmerkinga hjá tveim sundlaugum í Reykjavík.

Eftirlit Neytendastofu fólst í því að skoða allar verðmerkingar í sundlaugunum, þ.e. fyrir gjald í sundlaugina og verðmerkingar á söluvörum. Eftir fyrri heimsókn voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar í fimm sundlaugum en þrjár þeirri fóru að fyrirmælum Neytendastofu og höfðu bætt merkingar sínar þegar eftirlitinu var fylgt eftir.

Í Vesturbæjarlaug og Árbæjarlaug vantaði verðmerkingar á söluvörur þegar farið var í seinni heimsókn og því lagði Neytendastofa 100.000 kr. stjórnvaldssekt á Reykjavíkurborg.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA