Fara yfir á efnisvæði

Ábendingar til Neytendastofu um framkvæmd leiðréttingar á lánum

05.03.2015

Neytendastofu hafa að undanförnu borist ábendingar og kvartanir frá neytendum þar sem þeir hafa bent á að framkvæmd leiðréttingar af hálfu fjármálafyrirtækja virðist í vissum tilvikum vera í andstöðu við gildandi lög um leiðréttinguna og ráðstöfun séreignarsparnaðar. Ríkisskattstjóri fer með ýmis hlutverk í tengslum við leiðréttinguna og ráðstöfun séreignasparnaðar og hefur Neytendastofa sent ábendingu um þetta til embættisins. Neytendastofa óskaði eftir því að Ríkisskattstjóri fari yfir framkvæmd leiðréttingar hjá fjármálafyrirtækjum og sendi stofnuninni upplýsingar um hvernig tryggt verði að í framkvæmd verði ekki brotið á réttindum neytenda samkvæmt gildandi lögum.

Neytendastofa hvetur neytendur til þess að yfirfara uppgjör leiðréttinga sem og greiðsluseðla vegna ráðstöfunar séreignasparnaðar og kanna t.d. hvort tekin hafið verið gjöld í tengslum við leiðréttinguna og hvernig séreignasparnaði er ráðstafað á lánið.

TIL BAKA