Fara yfir á efnisvæði

Samanburður Augljós ekki villandi

28.05.2015

Neytendastofu barst kvörtun frá Sjónlagi yfir samanburðarauglýsingu Augljóss þar sem borin voru saman verð á laser augnaðgerðum. Taldi Sjónlag auglýsinguna villandi og ósanngjarna bæði gagnvart neytendum og keppinautum m.a. þar sem bornar voru saman aðgerðir framkvæmdar með ólíkum aðferðum.

Neytendastofa féllst ekki á athugasemdir Sjónlags og taldi ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna auglýsingarinnar. Í ákvörðuninni er um það fjallað að Neytendastofa telji að um sambærilegar aðgerðir sé að ræða þrátt fyrir að notast sé við ólíkar aðferðir við gerð flipa á hornhimnu. Telur Neytendastofa að aðgerðirnar fullnægi sömu þörfum og séu staðgönguþjónusta við hvor aðra.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA