Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar 36 Yaris bifreiðar

06.06.2016

Lógó toyotaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 36 Yaris bifreiðar af árgerðinni 2015. Ástæða innköllunarinnar er að við mikið álag eins og ef ekið er í djúpa holu eða upp á háan kant getur lega í demparaturni að framan brotnað. Ef legan brotnar heyrist skrölt þegar ekið er á ójöfnum vegi eða þegar stýrinu er snúið. Ef bíllinn er notaður með brotinni legu getur demparinn losnað úr demparaturninum og stýrigeta bílsins tapast.

Nýjar legur verða settar í bílana. Einnig verður skipt um dempara hafi lega skemmst í bílunum. Þetta verður gert eigendum að kostnaðarlausu.

Toyota á Íslandi mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA