Fara yfir á efnisvæði

Áhrif á kauphegðun barna

09.06.2016

FréttamyndGerð hefur verið rannsókn á áhrifum markaðssetningar í gegnum samfélagsmiðla, vefleiki og leikjaöpp á kauphegðun barna. Í rannsókninni var farið yfir umfang auglýsinga og sölu í leikjum sem beint er að börnum.

Helstu niðurstöður voru þær að langflestir af vinsælustu vefleikjunum innihalda auglýsingar í einhverju formi. Þá var jafnframt algengt að þrátt fyrir að leikurinn sjálfur sé ókeypis þurfi að borga til þess að hægt sé að leika leikinn að fullu eða til þess að ná betri árangri í leiknum.

Rannsóknin leiðir m.a. í ljós að við mat á því hvort umræddar auglýsingar séu villandi í skilningi tilskipunar um óréttmæta viðskiptahætti verði að meta þær út frá börnum. Rannsóknin kemur því til með að verða nýtt sem viðmið við endurbætur leiðbeininga í tengslum við tilskipun um óréttmæta viðskiptahætti til þess að auðvelda eftirlitsstofnunum mat á því hvort viðskiptahættirnir séu villandi og til þess að tryggja samræmda meðferð þessara mála í allri Evrópu.

Þú getur kynnt þér rannsóknina betur hér:

http://ec.europa.eu/consumers/consumer_evidence/behavioural_research/impact_media_marketing_study/index_en.htm

TIL BAKA