Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar Prius og Lexus

07.07.2016

Lógó toyotaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 58 Toyota Prius, 38 Prius PHV og 20 Lexus CT200 bifreiðum árgerð 2009-2012. Ástæða innköllunarinnar er vegna drifbúnaðar í gardínuöryggispúðum (Gardínuöryggispúðar eru öryggispúðar sem skerma hliðarrúður frá farþegarými í hliðarárekstri). Þrýstiloftshylki í púðunum geta farið að leka verði þau ítrekað fyrir utanaðkomandi álagi. Ef þrýstihylkið fer að leka blæs gardínuöryggisðúðinn ástæðulaust út að hluta. Settar verða styrkingar á drifbúnaðinn til að koma í veg fyrir að þrýstiloftshylkin fari að leka.
Toyota mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA