Fara yfir á efnisvæði

Bílaumboðið Askja innkallar Kia bifreiðar

05.05.2017

lógó bílaumboðið AskjaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 3 Kia Niro bifreiðum, framleiddar frá 23. desember 2016 – 4. janúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er sú að Kia Motors hefur gefið það út að raftengi við stýristúpumótor gæti verið skemmt eftir samsetningu hjá birgja. Þetta getur valdið sambandsleysi milli stýristúpu og vélartölvu. Ef þetta gerist kviknar viðvörunarljós (ESP) og hjálpar afl stýristúpumótors dettur út þannig að stýrið verður þungt sérstaklega á lágum aksturs hraða. Skipt verður um stýristúpumótor.

Askja ehf hefur nú þegar haft samband við viðeigandi bifreiðaeigendur.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Bílaumboðið Öskju ehf ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA