Fara yfir á efnisvæði

Má lækka kostnað við gjaldeyrisyfirfærslur?

09.08.2017

Á Íslandi gilda reglur Evrópusambandsins á sviði fjármálaþjónustu vegna aðildar Íslands að EES samningnum. Í samræmi við aðgerðaráætlun Evrópusambandsins á sviði fjármálaþjónustu hefur nú verið sett af stað könnun þar sem leitað er álits jafnt einstaklinga sem fyrirtækja til að kanna með hvaða hætti sé hægt að lækka kostnað við yfirfærslur á gjaldeyri yfir landamæri innan Evrópska efnahagssvæðisins. Í dag er staðan sú að úttekt á evrum fylgir minni kostnaður en úttekt í öðrum gjaldeyri EES ríkja eða ríkja sem ekki eru innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að leggja fram lagafrumvarp um þetta efni á næstu árum og er könnunin mikilvægur liður í undirbúningi að slíkri löggjöf. Öllum er heimilt að svara þessari könnun sem fyrr segir, þ.e. jafnt neytendum sem og fyrirtækjum. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu könnnarinnar sjá hér https://ec.europa.eu/info/consultations/finance-2017-cross-border-transactions-fees_en og tengill á vefsíðu könnunarinnar um lægri kostnað við millifærslur er að finna hér https://ec.europa.eu/eusurvey/runner/cross-border-transactions-fees-2017?surveylanguage=en

TIL BAKA