Fara yfir á efnisvæði

Brimborg innkallar Citroén og Peugeot

05.10.2017

Brimborg vörumerkið

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg um innköllun á Citroén C5 og Peugeot 3000 bifreiðum sem framleiddar frá apríl til júní árið 2016. Ástæða innköllunarinnar er að kanna þarf staðsetningu víra sem tengjast við startara, og lagfæra þá ef þörf krefur. Ef vírarnir eru ekki rétt staðsettir er hætta á að startarinn of hitni.

Brimborg mun senda eigendum viðkomandi bifreiða bréf um innköllunina.

Neytendastofa hvetur fólk til að fylgjast vel og hafa samband við Brimborg ef það að bíla sem falla undir þessi skilyrði.

TIL BAKA