Fara yfir á efnisvæði

Sölubann á skotelda.

29.12.2017

Fréttamynd

Neytendastofa gerði könnun á skoteldum á höfuðborgarsvæðinu. Skoðað var hvort að merkingar væru í lagi og hvort að skoteldarnir væru ekki örugglega CE merktir. Merkið táknar að framleiðandinn ábyrgist að varan sé í lagi og samræmist viðeigandi Evrópskum öryggiskröfum. Þegar hefur Neytendastofa lagt sölubann á fjórar tegundir, sem reyndust ekki CE-merktar og jafnvel með engar leiðbeiningar um hvernig ætti að meðhöndla skoteldana.

Um er að ræða þrjár tegundir frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem voru á starfsstöðvum á Hvaleyrarbraut og á Granda sem heita Bom Bing Plane, Silfurbomba og Crackling.  Einnig á fjölskyldupakka hjá Púðurkerlingunni sem heitir Úrvals Pakkinn í þeim tilvikum þar sem vantaði á hann merkingar. Neytendastofa er enn með til meðferðar mál vegna nokkurra skotelda þar sem merkingar eru ófullnægjandi.

Neytendastofa vill ítreka að það er með öllu óheimilt að selja skotelda sem ekki eru CE merktir.

TIL BAKA