Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á Nissan Qashqai

25.04.2018

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innkallanir á Nissan Qashqai. Umræddir bílar voru framleiddar á sex mánaða tímabili árið 2017 og 2018.

Í gæðaeftirliti Nissan hefur komið í ljós að rangar stillingar eru í hugbúnaði bodytölvu  (BCM) sem notaður er í ákveðnum útfærslum af Nissan Qashqai (J11 Minor Change), þar af leiðandi getur kerfið ekki kallað til viðvörunar (tvíhraða blikk) þegar um er að ræða bilun í stefnuljósum. Evrópska reglugerðin (ECE R48) segir að viðvörun sé lögboðin ef um er að ræða stefnuljósabúnað.  Viðgerð er fólgin í því að BCM boxið er endurforritað.  

Eigendum viðkomandi bíla verða send bréf þar sem innköllunin er kynnt og eigandanum boðinn viðgerðartími.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við BL ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA