Fara yfir á efnisvæði

Verðmerkingar í timbursölum

04.05.2018

Neytendastofa gerði athugun á ástandi verðmerkinga í timbursölum á höfuðborgarsvæðinu dagana 26. og 27. maí s.l.

Farið var í sex timbursölur hjá verslunum Byko, Húsasmiðjunnar og Bauhaus. Bauhaus er eina verslunin sem boðið er upp á sjálfgreiðslu en í Byko og Húsasmiðjunni eiga viðskiptin sér stað hjá sölumönnum þar sem varan er pöntuð, hún tekin til og afhent við lager. Niðurstaða þessarar könnunar var að ástand verðmerkinga í timbursölum var fullnægjandi. Í Bauhaus voru allar vörur merktar í hillu eins og tíðkast í sjálfsafgreiðslufyrirkomulagi en í Byko og Húsasmiðjunni voru sýnishorn af tiltækum vörum greinilega merktar. Sama gildir um verðlista af sérvöru.
Neytendastofa mun halda áfram að fylgja eftir sjálfsögðum rétti landsmanna og veita fyrirtækjum landsins nauðsynlegt aðhald sem skilar sér í formi góðrar og sýnilegri verðmerkingu vara.

TIL BAKA