Fara yfir á efnisvæði

Bæta þarf upplýsingar á vefsíðum fjarskiptafyrirtækja

18.05.2018

Neytendastofa tók þátt í samstarfsverkefni evrópskra neytendayfirvalda sem bjóða fast- eða farsímaþjónustu, internetþjónustu eða hljóð- eða myndstreymi. Neytendastofa skoðaði vefsíður sjö íslenskar fjarskiptafyrirtækja en alls voru skoðaðar 207 síður. Skoðunin leiddi í ljós að 163 vefsíður eða u.þ.b. 79% væru ekki í samræmi við kröfur sem gerðar eru í lögum er varða neytendarétt. Í kjölfarið höfðu neytendayfirvöld í hverju ríki fyrir sig samband við fyrirtækin til þess að fá þau til þess að laga vefsíður sínar. Neytendastofa gerði athugasemdir vegna allra þeirra vefsíða sem stofnunin skoðaði og eru þau mál nú til meðferðar.

Flestar athugasemdir Neytendastofu snéru að því að kostnaðarliðir eins og aðgangsgjald væru ekki inn í endanlegu verði internetþjónustu eða að ekki væri með nægilega skýrum hætti gerð grein fyrir verði fyrir umfram gagnamagn í farsíma. Þá vantaði fullnægjandi upplýsingar um þjónustuveitanda hjá flestum fyrirtækjum. Nánari grein verður gerð fyrir athugasemdum Neytendastofu að málsmeðferð lokinni.

Helstu annmarkar sem fundust á vefsíðunum voru eftirtaldir:

•     Á 50% vefsíðanna var þjónusta sögð frí eða á afslætti, þegar hún var í raun aðeins veitt sem hluti af stærri pakka
•     Á 40,6% vefsíðanna var engin lýsing á framkvæmd og meðferð kvartana af hendi seljanda
•     Á 31,9% vefsíðanna kom fram að seljandi gæti einhliða breytt skilmálum samnings eða einkenni þjónustu án þess að tilkynna neytanda það og án þess að gefa honum kost á því að segja upp samningnum
•     Á 25,1% vefsíðanna voru ekki gefnar skýrar og réttar upplýsingar um bætur og endurgreiðslu þegar veitt þjónusta er ekki í samræmi við það sem neytandi hefur greitt fyrir
•     Á 21,7% vefsíðanna voru ekki gefnar skýrar og greinargóðar upplýsingar um sjálfkrafa endurnýjun samnings

Nánari upplýsingar um niðurstöður könnunarinnar og sameiginlegar kannanir Evrópusambandsins má nálgast á eftirfarandi hlekkjum:

http://europa.eu/rapid/press-release_IP-18-3829_en.htm
http://europa.eu/rapid/press-release_MEMO-18-3843_en.htm

TIL BAKA