Fara yfir á efnisvæði

Hekla innkallar Volkswagen Polo

28.05.2018

Volkswagen vörumerkiðNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. um innkallanir á 140 Volkswagen Polo bifreiðum árgerð 2018. Ástæða innköllunar er vegna hættu á að beltislás fyrir vinstra aftursæti getur opnast við ákveðnar akstursaðstæður eða aksturslag t.d. ef snögglega er skipt um akrein og farþegar sitja bæði í miðju og vinstra aftursæti. Beltislásinn getur opnast ef beltissylgjan fyrir miðjubeltið nær að ýta á læsingartakkann fyrir vinstra öryggisbeltið. Lagfæring felst í því að festingu beltislás fyrir miðjubelti verður breytt. Þar til lagfæring hefur farið fram er mælst til að miðjusætið sé ekki notað.

Bréf verða send til bíleigenda á næstu dögum.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Heklu ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA