Fara yfir á efnisvæði

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz

05.06.2018

lógó bílaumboðið Askja

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Öskju hf. um innköllun á 2 Mercedes-Benz bifreiðum af undigerðinni GLE. Innköllunin er vegna þess að möguleiki er fyrir því að kælirör fyrir sjálfskiptingu séu ekki rétt framleidd. Ef það reynist vera er hætta fyrir því að rörin leki olíu.Viðgerð felst í því að kælirör eru athuguð og skipt um rör ef leki kemur í ljós. Skoðun tekur hálftíma og ef kemur í ljós að viðgerð er nauðsynleg þá tekur hún 2 klukkustundir.

Haft verður samband við eigendur umræddra bíla símleiðis.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Bílaumboðið Öskju ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA