Fara yfir á efnisvæði

Hekla innkallar Volkswagen bifreiðar

05.07.2018

Volkswagen vörumerkið

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf. um innkallanir á 93 Volkswagen up! og Volkswagen Polo bifreiðum árgerð 2016 og 2017, sem framleiddir voru á tilteknu tímabili.

Ástæða innköllunar er sú að suða á dráttarauga, sem er í verkfærasetti bílsins, uppfyllir ekki þann styrkleika sem þarf að vera til að draga bílinn. Ef dráttaraugað brotnar er slysahætta bæði af völdum bílsins sem losnar úr drætti auk þess sem dráttartaug getur slegist til og valdið skemmdum og meiðslum. Mælst er til þess að dráttaraugað sé ekki notað fyrr en búið er skipta um það.

Bíleigendum verður sent bréf vegna þessarar innköllunar næstu daga.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Heklu ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA