Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar Heimkaup vegna TAX FREE auglýsinga

16.07.2018

Neytendastofu bárust ábendingar vegna TAX FREE auglýsinga Heimkaupa sem voru dagana 27. maí til 2. júní 2018. Í auglýsingu sem birtist á vefmiðlinum Kjarnanum þann 30. maí 2018, sem og á auglýsingum sem birtar voru á fésbókarsíðu fyrirtækisins var ekki tilgreint hver afsláttarprósenta tilboðsins væri. Við meðferð málsins kom fram af hálfu Heimkaupa að vegna mistaka hafi láðst að tilgreina afsláttarprósentu á hluta þeirra auglýsinga sem voru birtar. Í ákvörðuninni bendir Neytendastofa á að stofnunin hafi áður haft afskipti af Heimkaupum vegna TAX FREE auglýsinga fyrirtækisins. Í ljósi þessa og til þess að tryggja varnaðaráhrif taldi Neytendastofa nauðsynlegt að sekta fyrirtækið. Var því lögð 200.000 kr. stjórnvaldssekt á Heimkaup fyrir brotið

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA