Fara yfir á efnisvæði

Nýkaup bannað að villa um fyrir neytendum

05.09.2018

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart 2211 ehf., rekstraraðila Nýkaup og vefsíðunnar nykaup.is, vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði án þess að geta sýnt fram á raunverulega verðlækkun.

Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum þar sem kvartað var yfir því að engar vörur á vefsíðunni hafi verið til sölu á fyrra verði. Í svörum Nýkaup var því hafnað að veittar væru rangar upplýsingar um verðlækkanir en þar sem engin gögn voru lögð fram til sönnunar á að vörurnar hafi verð seldar á fyrra verði var ekki sýnt fram á að verðlækkun væri raunveruleg.

Neytendastofa taldi því rétt að banna Nýkaup að viðhafa þessa viðskiptahætti.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. 

TIL BAKA