Fara yfir á efnisvæði

Hvernig er best að versla á netinu

15.11.2018

Fréttamynd

Neytendastofa tekur þátt í átaksverkefni Efnahags og framfarastofnunar OECD sem miðar að því að hjálpa neytendum að versla öruggar vörur á netinu. Verslun á netinu verður sífellt algengari meðal Íslendinga og annarra þjóða. Þessari breyttu kauphegðun fylgja margskonar áskoranir. Þó að margar netverslanir séu til fyrirmyndar eru til dæmi um hið gagnstæða. Til að hjálpa neytendum að velja örugga vöru hefur Neytendastofa og OECD gefið út myndband sem sjá má hér. Þar má sjá leiðbeiningar um hvað á að varast og hvernig best sé að hafa öruggum innkaupum á netinu.

Neytendastofa hvetur alla til að horfa á myndbandið og að flýta sér hægt þegar verslað er á netinu. Sérstaklega þegar sjónum er beint að leikföngum. Leikföng verða að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að komast inn á markaði en samkvæmt könnunum og innkauparannsóknum eru allt að 30% allra leikfanga sem keypt eru á netinu, ekki söluhæf af ýmsum orsökum og jafnvel hættuleg.  Sem dæmi má nefna leikföng sem brotna auðveldlega og eru með svokölluðum hnapparafhlöðum ef barn nær að gleypa rafhlöðuna þá er voðinn vís.  

Varðandi aðrar barnavörur og bílstóla má nefna að samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu Ástralíu var hægt að tengja 40% af öllum slysum í þeim flokki við vörur sem keyptar voru á netinu.

Neytendastofa hvetur alla til að vanda valið þegar kemur að því að versla á netinu.

TIL BAKA