Fara yfir á efnisvæði

IKEA innkallar GLIVARP stækkanlegt borð

27.11.2018

IKEA borðNeytendastofu hefur borist tilkynning frá IKEA vegna innköllunar á GLIVARP stækkanlegu borði vegna hættu á að stækkunarplata losni.

Í tilkynningu IKEA kemur fram að borist hafa tilkynningar um að stækkunarplatan losni úr brautinni sem henni er rennt eftir og detti af. IKEA hvetur alla viðskiptavini sem eiga hvítt GLIVARP borð til að skila því í IKEA og fá að fullu endurgreitt eða nýtt borð. Ekki er nauðsynlegt að sýna greiðslukvittun.

IKEA tekur vöruöryggi mjög alvarlega. Allar vörurnar okkar þurfa að standast ströng öryggispróf og þær standast alla viðeigandi staðla og lög. Þrátt fyrir þetta hafa okkur borist tilkynningar um að stækkunarplatan geti dottið af borðinu: „Það er möguleiki á að aukaplatan losni úr brautunum sem hún rennur eftir og detti af borðinu,“ segir Cindy Andersen, viðskiptastjóri hjá IKEA of Sweden, og segir jafnframt: „Öryggi viðskiptavina er forgangsmál hjá IKEA og þess vegna var ákveðið að beita fyrirbyggjandi aðgerðum og innkalla þær vörur sem gallinn nær mögulega til.“

IKEA hvetur alla viðskiptavini sem hafa keypt hvítt GLIVARP borð með stækkunarplötu að hætta notkun þess og hafa samband við IKEA.

TIL BAKA