Fara yfir á efnisvæði

Harley Davidson mótorhjól, innköllun frá Safty gate kerfinu

11.12.2018

Neytendastofa vekur athygli á innköllunum frá Safety gate kerfinu um Harley Davidson mótorhjól sem kunna að vera til á Íslandi. Umrædd mótorhjól eru ekki með eiginlegan þjónustuaðila á Íslandi en gætu hafa verið flutt til landsins af einstaklingum. Um er að ræða eftirfarandi tegundir Softail , Touring , Trike , CVO og Police. Þessi hjól voru framleidd á árabilinu 2017 til 2018. Alls er um að ræða 238.312 mótorhjól og innköllunin nær til allra sölusvæða Harley Davidson. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á leka í vökvakúplingu sem gæti valdið því að mögulega festist mótorhjólið í gír. Viðgerð felst í því að að skipt er um kúplingsþræl. Hérna er hlekkur á Safety Gate innköllunina og hérna er hlekkur á innköllunina á heimasíðu Harley Davidson. Hér er svo frétt frá USA Today um innköllunina. Neytendastofa hvetur bifhjólaeigendur til að kanna hvort þeirra hjól kunni að vera með innköllun.

TIL BAKA