Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

22.01.2019

Neytendastofa bannaði Íslenska gámafélaginu notkun á auðkenninu „Örugg eyðing gagna“ með ákvörðun nr. 6/2018.

Málið hófst með erindi Gagnaeyðingar sem kvartaði yfir notkun Íslenska gámafélagsins á auðkenninu sem Gagnaeyðing hafði notað sem slagorð frá árinu 1998 og með markvissum hætti frá árinu 2008. Taldi Gagnaeyðing að notkun Íslenska gámafélagsins á auðkenninu væri til þess fallin að valda ruglingi milli fyrirtækjanna. Íslenska gámafélagið hafnaði því að notkunin bryti gegn rétti Gagnaeyðingar. Var m.a. bent á að auðkennið skorti sérkenni og að vöruverkið hafi ekki fengist skráð hjá Einkaleyfastofunni. Neytendastofa taldi að þrátt fyrir að auðkennið skorti sérkenni sem slíkt, þá yrði að líta til markaðsfestu þess og taldi ástæðu til að veita auðkenninu vernd.

Áfrýjunarnefnd neytendamála felldi ákvörðunina aftur á móti úr gildi þar sem hún taldi orðasambandið vera almennt og lýsandi fyrir þá þjónustu sem fyrirtækin væru að veita. Af þeim sökum væri ekki hægt að stöðva samkeppnisaðila í að nota orðasambandið.

Hægt er að sjá úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála hér.

TIL BAKA