Fara yfir á efnisvæði

Fullyrðingar um ódýrast og frítt hjá BaseParking

31.01.2019

Neytendastofa hefur lagt 250.000 kr. stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. vegna BaseParking, fyrir að brjóta gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar. Með ákvörðun Neytendastofu nr. 1/2018 bannaði stofnunin BaseParking m.a. að birta fullyrðingar um ódýrustu bílastæðin.

Í kjölfar ákvörðunarinnar barst stofnuninni kvörtun Isavia ohf. um villandi viðskiptahætti BaseParking og að brotið væri gegn ákvörðuninni með auglýsingum BaseParking um ódýrasta daggjaldið og 58% ódýrara daggjald. Taldi Neytendastofa þörf á að leggja stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. þar sem sýnt var fram á að félagið braut gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar.

Þá komst stofnunin einnig að þeirri niðurstöðu að fullyrðing fyrirtækisins um fría „valet“ þjónustu í verðskrá á vefsíðunni baseparking.is, væri villandi og bryti gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu og reglugerð um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA