Fara yfir á efnisvæði

Hagkaup innkallar Squish-Dee-Lish kreisti fígúrur

14.02.2019

Squish-Dee-Lish  kreisti fígúru

Neytendastofu hefur borist tilkynning um hættulegt leikfang frá safety Gate kerfinu. Um er að ræða kreisti fígúrur sem kallast Squish-Dee-Lish. Prófanirnar leiddu í ljós að smáhlutir sem festir eru við leikfangið geta auðveldlega losnað af og valdið köfnunarhættu. Um var að ræða harða plasthluti eins og augu, eyru, hatta sem límdir eru við fígúruna. Hagkaup hefur verið að selja þessa en hefur strax tekið hana úr sölu. Alls seldur um 400 eintök af vörunni.

Neytendur eru hvattir til að skila Squish-Dee-Lish fígúrunum til Hagkaups eða farga þeim. Neytendastofa brýnir fyrir foreldrum að vera á varðbergi gagnvart þessari vöru og öðrum vörum sem gæti falið í sér köfnunarhættu.

TIL BAKA