Fara yfir á efnisvæði

Kallað eftir skýrum og greinargóðum upplýsingum um verð og afslætti í netviðskiptum

28.02.2019

Mynd af köku sem sýnir hlutfallNeytendastofa tekur reglulega þátt í samræmdum skoðunum (e. sweep) á vefsíðum sem selja neytendum vörur eða þjónustu á Evrópska efnahagssvæðinu. Þessar skoðanir eru gerðar til þess að kanna hvort löggjöf sem tryggir réttindi neytenda sé brotin og, ef svo er, að koma málum í betra horf. Framkvæmdastjórn Evrópu hefur nú birt fyrstu niðurstöður úr nýjustu samræmdu skoðuninni sem fór fram í nóvember 2018. Alls voru skoðaðar 560 vefsíður sem bjóða til sölu margvíslegar vörur, þjónustu og stafrænt efni, allt frá fatnaði og skóm til tölva og hugbúnaðar. Skoðunin leiddi í ljós að fjöldi neytenda stendur frammi fyrir því að upplýsingar séu óskýrar hvað varðar verð og afslætti þegar verslað er á netinu.

Niðurstöður skimunarinnar voru m.a. eftirfarandi:

60% prósent vefsíðna sýndu frávik frá gildandi löggjöf þegar kemur að upplýsingagjöf til neytenda og þá aðallega í tengslum við það hvernig verð, tilboð og afslættir eru kynnt.

31% vefsíðna sem buðu upp á einhverskonar tilboð og afslætti, vöktu grunsemdir um að kynnt tilboð og afslættir séu vafasamir og kunni jafnvel að vera tilbúningur einn þar sem óljóst sé hvernig afsláttarverðið er reiknað og fundið út.

39% af þeim 211 vefsíðum þar sem verð hækkaði þegar komið var í greiðsluferli leiddu í ljós að seljendur veittu ekki upplýsingar um aukagjöld og óhjákvæmilegan kostnað vegna m.a. afhendingar, greiðsluaðferða, bókunargjalda og annarra viðbótargjalda.

Á meira en 59% af hinum 560 vefsíðum sem skoðaðar voru, var ekki að finna rafrænan hlekk fyrir lausn deilumála neytenda..

Þá voru gerðar athugasemdir við upplýsingagjöf til neytenda um rétt þeirra til að falla frá samningi á um 30% vefsíðnanna.

TIL BAKA