Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

29.03.2019

Neytendastofa komst, með ákvörðun nr. 18/2018, að þeirri niðurstöðu að Frjálsi Fjárfestingarbankinn hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að tilgreina ekki heildarlántökukostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar á fasteignaláni í erlendri mynt. Ennfremur hafi fyrirtækið brotið gegn lögum með því að tilgreina ekki í skilmálum um endurskoðun vaxtaálags við hvaða aðstæður vaxtaálag geti breyst.
Ákvörðunin var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem hefur nú, með úrskurði nr. 6/2018, staðfest ákvörðun Neytendastofu.
Úrskurð áfrýjunarnefndar má lesa hér.

TIL BAKA