Fara yfir á efnisvæði

Hættuleg vagga

02.05.2019

Fréttamynd

Neytendastofa vill ítreka tilkynningu um innköllun Mattel á Fisher Price vöggum fyrir ungbörn. Samkvæmt upplýsingum sem stofnunin hefur fengið frá Amazon hefur ein vagga Rock 'n Play verið send til Íslands. Vefverslunin ætlaði sjá að hafa samband við aðilann sem keypti vöruna.

Innköllunin nær til 4.7 milljóna vagga af gerðinni Rock 'n Play. Tilkynnt hefur verið um 30 ungbörn sem hafa látið lífið við það að vaggan valt. Vaggan er ekki örugg þegar barnið er farið að hreyfa sig. Slysin hafa orðið þegar barn snýr sér á hliðina eða veltir sér.

TIL BAKA