Fara yfir á efnisvæði

Auðkennið EKILL

22.05.2019

Neytendastofu barst erindi ökuskólans Ekils ehf. þar sem kvartað var yfir að ökuskólinn Akt ehf. notaði auðkennið EKILL sem leitarorð á leitarvefnum Google. Í svari Akt var því hafnað að Ekill nyti einkaréttar á orðinu þrátt fyrir að Ekill hefði skráð það hjá Einkaleyfastofunni.

Neytendastofa taldi að orðið væri ekki almennt og lýsandi fyrir starfsemi ökuskóla og gæti Ekill því notið einkaréttar á því. Tenging Akt við orðið á leitarvefnum Google þjónaði því aðeins þeim tilgangi að ná til neytenda sem leita sérstaklega eftir félaginu Ekill. Taldi Neytendastofa þannig ólíklegt að nokkur aðili sem leiti almennt eftir ökukennslu velji sér orðið Ekill sem leitarorð. Akt var því bönnuð notkun auðkennisins sem lykilorð hjá auglýsingaþjónustu Google.

Hér má lesa ákvörðun Neytendastofu varðandi auðkenni EKILL.

TIL BAKA