Fara yfir á efnisvæði

Auðkennin Netökuskóli og Netökuskólinn

12.06.2019

 Neytendastofu barst kvörtun Akt ehf. vegna notkunar Ekils ehf. á auðkennunum netökuskóli og netökuskólinn.
Í kvörtuninni kemur fram að Akt sé eigandi orð- og myndmerkisins NETÖKUSKÓLINN og vörumerkið væri skráð hjá Einkaleyfastofunni. Var krafist að Ekli yrði bönnuð öll notkun á auðkenninu. Í svari Ekils var því hafnað að Akt nyti einkaréttar á orðinu þar sem það væri almennt og lýsandi fyrir þá þjónustu sem veitt væri.

Neytendastofa taldi að auðkennin netökuskóli og netökuskólinn væru svo almenn og lýsandi fyrir umrædda þjónustu að Akt gæti ekki notið einkaréttar á þeim. Því væri ekki ástæða til aðgerða vegna kvörtunar Akt.

Hér má lesa ákvörðun Neytendastofu varðandi auðkennin NETÖKUSKÓLINN OG NETÖKUSKÓLI.


TIL BAKA