Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar Heimkaup

01.08.2019

Neytendastofa gerði athugasemdir við auglýsingar Heimkaupa þar sem auglýstur var Tax Free afsláttur í tilefni af 17. júní án þess að tilgreint væri prósentuhlutfall afsláttarins. Með ákvörðun Neytendastofu nr. 13/2018 hafði stofnunin bannað Heimkaup að auglýsa Tax Free afslátt með þessum hætti .

Við meðferð málsins kom fram að um mistök hafi verið að ræða. Félaginu sé kunnugt um að geta þurfi prósentuhlutfalls afsláttar þegar orðin Tax Free séu notuð.

Í ljósi þess að Heimkaup hafi brotið gegn fyrri ákvörðunum Neytendastofu taldi stofnunin nauðsynlegt að sekta félagið. Var því lögð 400.000 kr. stjórnvaldsekt á Heimkaup fyrir brotið.

Ákvörðun Neytendastofu nr. 30/2019 má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA