Fara yfir á efnisvæði

Fairvape innkallar rafrettuvökva

01.11.2019

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun rafrettuvökva sem seldur var í verslunum Fairvape, Royal Vape Shop og Grand Vape Shop. Vökvinn heitir Nasty Ballin og er frá framleiðandanum Nasty Juice. Ástæða innköllunar er sú að það er ekki barnalæsing á loki vökvans. Þar af leiðandi eiga börn auðvelt með að opna vökvann, sem er í litríkum flöskum.
Fairvape, Royal Vape Shop og Grand Vape Shop hvetja viðskiptavini sem hafa keypt Nasty Ballin til að hætta notkun á honum og skila honum, gegn kvittun, í verslunina og fá nýjan vökva eða fá hann endurgreiddan.
Um er að ræða sömu áfyllingu og var innkölluð af Póló þann 8. október síðastliðinn.
Neytendastofa vill árétta að rafrettuvökvar verða að vera með loki með barnalæsingu og umbúðirnar mega ekki hafa texta eða myndir sem höfða til barna eða ungmenna. Það má ekki heldur selja eða afhenda börnum rafrettur eða áfyllingar. Ef það er vafi á um aldur kaupanda rafrettna eða áfyllinga á að biðja hann um skilríki sem sýna fram á að hann sé 18 ára. Þeir einir sem orðnir eru 18 ára mega selja rafrettur og áfyllingar.

TIL BAKA