Fara yfir á efnisvæði

Auðkennið AFTUR

29.11.2019

Neytendastofu barst kvörtun yfir notkun Aftur-nýtt á auðkenninu AFTUR. Taldi kvartandi notkunina brjóta gegn einkarétti sínum til auðkennisins.

Ákvörðun Neytendastofu byggir á því að heildarmat stofnunarinnar á aðstæðum félaganna leiði til þess að lítil hætta sé á að neytendur ruglist á auðkennunum tveimur. Var þar m.a. litið til þess að kvartandi hannar fatnað og rekur verslun í Reykjavík sem selur fatnað og fylgihluti en Aftur-nýtt rekur verslun á Akureyri þar sem fyrirtækið kemur fram

sem milliliður fyrir einstaklinga sem vilja selja notaða muni úr sinni eigu.

Lesa má ákvörðunina í heild sinni hér.


TIL BAKA