Fara yfir á efnisvæði

Endurgreiðslur pakkaferða

17.03.2020

FréttamyndNeytendastofu hafa borist fjölmargar fyrirspurna frá ferðamönnum sem eiga bókaðar pakkaferðir, um það hvort þeir eigi rétt til að afpanta ferð gegn fullri endurgreiðslu.

Líkt og greint var frá í frétt stofnunarinnar frá 6. mars sl. eiga ferðamenn slíkan rétt þegar um er að ræða óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður sem hafa veruleg áhrif á framkvæmd pakkaferðar eða flutning farþega til ákvörðunarstaðar. Samkvæmt greinargerð með lögunum geta þessar aðstæður t.d. verið sjúkdómar eða farsóttir sem hafa afgerandi áhrif á ferðalög til viðkomandi staða. Að öðru leyti er ekki útfært frekar hvað hafi áhrif á mat á óvenjulegum og óviðráðanlegum aðstæðum.

Til þess að fá úr þessu skorið þarf Neytendastofa að taka ákvörðun á grundvelli raunverulegra tilvika. Slík mál hafa nú verið tekin til meðferðar gagnvart þremur af stærri ferðaskrifstofum landsins. Vonast stofnunin til að ljúka ákvörðun í málunum undir lok þessarar viku eða byrjun næstu viku og hvetur ferðamenn til að fylgjast með fréttum á vef stofnunarinnar.

TIL BAKA