Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

20.05.2020

Neytendastofa tók í maí 2019 til skoðunar neytendalán Ecommerce 2020, sem bauð íslendingum lán frá 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og Smálán. Skoðað var hvort kostnaður lána frá félaginu bryti gegn hámarki á árlegri hlutfallstölu kostnaðar og hvort upplýsingar í stöðluðu eyðublaði og lánssamningi væru í samræmi við kröfur laga.

Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu var sú að ákvæði laga um lagaskil á sviði samningaréttar sem fjalla um neytendasamninga geti átt við og því beri að fara að íslenskum lögum.

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur nú staðfest þá ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög eigi við um samninganna. Því stendur jafnframt sú ákvörðun stofnunarinnar að brotið hafi verið gegn hámarki árlegrar hlutfallstölu kostnaðar og að upplýsingar í stöðluðu eyðublaði og lánssamningi væru ófullnægjandi.
Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA