Fara yfir á efnisvæði

Leyfi til notkunar þjóðfána í vörumerki

23.07.2020

Fréttamynd

Neytendastofa hefur fengið þó nokkuð af fyrirspyrnum um hvort að það megi merkja vörur með íslenska fánanum. Samkvæmt lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldamerkið er fyrirtækjum heimilt að nota íslenska þjóðfánann í markaðssetningu og merkingum umbúða ef vara uppfyllir skilyrði laganna um að teljast íslensk. Þessi notkun er heimil án undangengins samþykkis eftirlitsaðila en Neytendastofa getur tekið mál til meðferðar og bannað notkunina ef fyrirtæki uppfylla ekki skilyrðin.

Fyrirtæki sem óska þess að nota íslenska þjóðfánann í skráð vörumerki þurfa leyfi Neytendastofu til þess áður en merkið fæst skráð hjá Hugverkastofunni.

Á síðasta ári gaf Neytendastofa út fjórar beiðnir um leyfi til notkunar þjóðfánans í skráð vörumerki, þremur málum er lokið en eitt er enn til meðferðar. Öll þrjú fengust samþykkt.


TIL BAKA