Fara yfir á efnisvæði

Norðurflugi heimilt að nota vörumerkið HELICOPTER SERVICE IN ICELAND

26.10.2012

Þyrluþjónustan kvartaði til Neytendastofu yfir notkun Norðurflugs á vörumerkinu HELICOPTER SERVICE IN ICELAND. Í kvörtuninni kom fram að Þyrluþjónustan ætti skráð vörumerkið HELOCOPTER SERVICE ICELAND hjá Einkaleyfastofu og notkun Norðurflugs á vörumerkinu bryti á rétti Þyrluþjónustunnar.

Neytendastofa fjallaði um það að Þyrluþjónustan eigi skráð orð- og myndmerki hjá Einkaleyfastofu. Skráningin veiti Þyrluþjónustunni ekki einkarétt til orðanna sem í vörumerkinu eru heldur eigi Þyrluþjónustan einkarétt til orðasambandsins í þeirri stílfærðu mynd sem vörumerkið er.

Neytendastofa taldi orðin helocopter, service og Iceland öll almenn og skorta nægilegt sérkenni til þess að einn aðili geti notið einkaréttar á þeim. Þá væri orðasambandið „Helicopter service Iceland“ svo lýsandi fyrir þá þjónustu sem báðir aðilar veita að Þyrluþjónustan geti ekki átt einkarétt á því.

Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til að banna vörumerki Norðurflugs.

Ákvörðun nr. 41/2012 má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA