Fara yfir á efnisvæði

Aðeins tíu dekkjaverkstæði með verðskrá í lagi

21.10.2009

Núna þegar tími vetrardekkja er að renna í hlað skoðuðu starfsmenn Neytendastofu hvort verðskrár séu til staðar hjá dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu og hvort þær séu aðgengilegar viðskiptavinum.  Farið var á 28 dekkjaverkstæði á höfuðborgarsvæðinu í eigu 20 fyrirtækja.

Það vakti athygli að af þessum 28 dekkjaverkstæðum þá voru einungis tíu með verðskrá  sýnilega eða 36%. Þau fyrirtæki sem voru með verðskrána sýnilega voru: Öll þrjú verkstæði Max1,  Hjólbarðaverkstæði Vöku, Gúmmívinnustofan SP dekk, Hjólbarðaverkstæði Reykjavíkur, Sólning, Hjólbarðaverkstæði Kaldasels og Púst þjónusta BJB. Þau 18 fyrirtæki sem voru ekki með verðskrána sýnilega fá senda skriflega áminningu með kröfu um úrbætur, þar sem þeim verður gefinn kostur á að fara að tilmælum Neytendastofu eða eiga það á hættu að gripið verið til sekta. Þess ber að geta að hjá þessum 18 fyrirtækjum var verðskrá til staðar en ekki sýnileg viðskiptavinum.

TIL BAKA