Fara yfir á efnisvæði

Nýir bílar vel verðmerktir

27.07.2010

Miðvikudaginn 21. júlí sl. heimsótti starfsmaður Neytendastofu öll bílaumboð á höfuðborgarsvæðinu og kannaði ástand verðmerkinga á nýjum bílum. Í ljós kom að í öllum tilfellum voru nýir bílar verðmerktir með verðskiltum og í flestum tilfella voru á skiltunum mjög ítarlegar upplýsingar um staðalbúnað, aukahluti og annað slíkt. Auk þess eru flest umboðin með einblöðunga og bæklinga sem viðskiptavinir geta tekið með sér þar sem finna má verðupplýsingar og annað slíkt.

Það er því nokkuð ljóst að bílaumboðin á höfuðborgarsvæðinu eru til fyrirmyndar hvað varðar verðmerkingar á nýjum bílum og ber að hrósa þeim fyrir það.

Neytendastofa heldur verðmerkingaeftirliti sínu áfram allan ársins hring og hvetur neytendur til þess að vera á verði og koma ábendingum til stofnunarinnar í gegnum Rafræna Neytendastofu á veffanginu

TIL BAKA