Fara yfir á efnisvæði

BL ehf. innkallar Hyundai bifreiðar

11.06.2013

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Hyundai. Um er að ræða 618 bifreiðar framleiddar á árunum 2007-2011, sjá nánar hér fyrir neðan.
Ástæða innköllunarinnar er bilun í rofa og er ekki að hafa áhrif á bremsukerfið sem slíkt. Það getur komið gaumljós í mælaborð, hraðastillir getur orðið óvirkur og bremsuljós gætu seinkað í versta falli ekki komið. Því þarf að skipta út rofanum fyrir uppfærðan rofa.

Gerð/árgerð:
Santa Fe II (apríl 2007- júl. 2011)
Tucon (maí 2007- feb. 2009)
IX55 (des. 2007 - feb. 2009).

Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA