Fara yfir á efnisvæði

Úrbætur líkamsræktarstöðva á ástandi- og sýnileika verðmerkinga

06.10.2009

Fulltrúar neytendastofu hafa undanfarin mánuð farið í tvær heimsóknir á líkamsræktarstöðvar höfuðborgarsvæðisins til að athuga ástand- og sýnileika verðmerkinga. Í fyrri könnuninni sem gerð var dagana 31. águst – 2. september sl. var kannað ástandið á verðmerkingum hjá 21 stöð sem eru í eigu 15 fyrirtækja. Í þeirri seinni sem gerð var dagana 24.-25. september sl. voru þau fyrirtæki sem fengu athugasemd í fyrri ferðinni, heimsótt aftur og athugað hvort þau hefðu farið eftir tilmælum Neytendastofu um úrbætur á ástandi verðmerkinga.  

Af þeim 13 stöðvum sem fengu sent bréf eftir fyrri heimsóknina, þá höfðu 12 stöðvar eða 92% farið að tilmælum Neytendastofu varðandi athugun á sýnileika verðskrár og ástandi verðmerkinga á söluvörum og veitingum. Hreyfing var eina stöðin sem fékk athugasemd í seinni heimsókninni, sem var vegna þess að veitingar voru að mestu óverðmerktar. Tekið verður í framhaldinu ákvörðun um hvort beita skuli sektarákvæðum fyrir að virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu um úrbót á ástandi verðmerkinga.

Neytendastofa mun halda áfram verðmerkingaeftirliti sínu og verðkönnunum og gera athugun hjá líkamsræktarstöðvum.  Neytendur geta komið ábendingum á framfæri undir nafni með skráningu notenda eða sem nafnlausa ábendingu.

TIL BAKA